Kaup og skilmálar Preppup

 • Áskrift

  Áskriftargjald er greitt fyrirfram samkvæmt gjaldskrá Preppup hverju sinni. Greiðsla fer fram með gjaldfærslu af kreditkorti viðskiptavinar og er áskriftargjald skuldfært við pöntun í upphafi áskriftar. Síðari pantanir eru skuldfærðar 48 klukkustundum fyrir afhendingardag eða 7 dögum eftir seinustu greiðslu. Fáist ekki skuldfærsluheimild á viðkomandi kreditkort verður pöntun ekki afgreidd.
  Binditími áskriftar er tvær vikur.

  Preppup áskilur sér rétt til verðbreytinga á áskriftargjaldi án fyrirvara, en allar breytingar á verðskrá verða kynntar á heimasíðu félagsins.


 • Breytingar á pöntun, verð á vörum og sendingakostnaður

  Beiðni um breytingar á pöntun skal senda á netfangið „info(at)preppup.is“ og skal beiðni innihalda pöntunarnúmer, nafn og heimilisfang viðskiptavinar.
  Ekki er hægt breyta sendingu að liðnum pöntunarfresti eða ef greiðsla hefur verið skuldfærð af kreditkorti viðskiptavinar.
  Öll verð eru gefin upp á heimasíðu Preppup (www.preppup.is) og innihalda VSK.

  Verð inniheldur sendingarkostnað nema annað sé tekið fram.

 • Afhending og móttaka á vörum

  Vörur eru afhentar á það heimilisfang sem viðskiptavinur gefur upp við skráningu. Hægt er að breyta afhendingarstað á heimasíðu Preppup (www.preppup.is) undir „mínar síður“.

  Afhendingartími vara er á Mánudögum, Miðvikudögum og Föstudögum

  Almennt afhendir Preppup allar pantaðar vörur í einni sendingu. Þeir sem panta 7 eða fleiri daga afhendir Preppup 2x yfir vikuna. Óski viðskiptavinur hins vegar eftir því að pöntun sé dreift á fleiri afhendingardaga áskilur Preppup sér rétt til þess að innheimta sendingarkostnað vegna allra umfram sendinga.
  Sé enginn viðstaddur á afhendingarstað við afhendingu verður varan skilinn eftir á þeim stað sem viðskiptavinur gefur upp við skráningu svo sem við inngang, bílskúr, í garði eða hjá nágranna. Preppup tekur enga ábyrgð vöru eftir afhendingu.
  Preppup áskilur sér rétt á að breyta afhendingartíma sökum ófyrirsjáanlega aðstæðna eða vegna hátíðardaga. 
  Tilkynningum um breytingar verður komið áleiðis til viðskiptavina með tölvupósti, þær verða einnig gerðar aðgengilegar á heimasíðu félagsins. • Uppsögn áskriftar og afpöntun sendingar

  Hægt er að segja upp áskrift að Preppup á heimasíðunni www.preppup.is undir „mínar síður“. Preppup vekur athygli viðskiptavina á því að binditími áskriftar er tvær vikur. Að binditíma liðnum getur viðskiptavinur sagt upp áskrift 48 klukkustundum fyrir afhendingardag. Að öðrum kosti verður áskriftargjald skuldfært og fæst ekki endurgreitt.

  Ekki er hægt afpanta sendingu að liðnum pöntunarfresti. • Önnur ákvæði

  Preppup áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi rétta frá því sem auglýst er á heimasíðu félagins án fyrirvara, ef hráefni eru ekki fáanlegt hjá birgjum Preppup.
  Ekki er hægt að skila eða skipta afhentri vöru.
  Preppup áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.
  Korta ehf. +354 558 8000, er endursöluaðili fyrir Mealprep ehf  
  Næringargildi sem sýnd eru á vefsíðu og á öðrum stöðum eru til okkar bestu þekkingar. Preppup tekur ekki ábyrgð á nákvæmni í mælingum á næringargildum. 

  Preppup vill vekja athygli á tíu stórum ofnæmisvöldum, sem eru, glúten, soja, mjólk, hnetur, sesam, fiskur, sinnep, sellerí og súlfít eru geymd, skömmtuð og pökkuð í húsnæði Preppup og byrgjum. Þú skilur, meðtekur og samþykir að við geymum, skömmtum og pökkum þessum vörum, á meðan Preppup tekur miklar varrúðarráðstafanir til að minnka krosssmit, getur krossmit ennþá átt sér stað og geta sumir eða allir ofnæmisvaldar verið í máltíðum. Viðskiptavinur er á sinni eigin ábyrgð með að vita hvaða ofnæmi sá hinn sami hefur.
 • Trúnaður

  Preppup heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði og verða þær upplýsingar sem veittar eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.